Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Lífshlaupið og 3. bekkur

18.02.2015
Lífshlaupið og 3. bekkur

Lífshlaupið er nú á lokasprettinum hjá nemendum.  Þeir hafa verið duglegir að hreyfa sig og að skrá í lífshlaupið. Núna eru þeir í 1. sæti í sínum flokki með tæplega 90% þátttökuhlutfall. Ýmislegt hefur líka verið gert í skólanum til að auka hreyfingu nemenda og fór 3. bekkur í göngutúr í snjónum í fyrradag og gengu að Hofsstöðum.  Nemendur kynntu  sér efni sem er á upplýsingaskiltum sem staðsett eru í garðinum og fræddust meðal annars um að þar hefðu fundist merkar fornminjar. Þegar heim var komið skrifuðu þeir um ferðina í Garðabæjarbókina sem verið er að útbúa. Myndir frá ferðinni er að finna í myndasafni skólans.

Til baka
English
Hafðu samband