Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Tilraunir í 4. bekk

06.02.2015
Tilraunir í 4. bekk

Nemendur í 4. bekk unnu með skemmtilegar tilraunir í náttúrufræði fyrir nokkru. Skólinn hefur til umráða sérstaka tilraunastofu þar sem auðvelt er að vinna svona verkefni. Nemendur unnu saman í hópum og að þessu sinni voru þeir að breyta vatni í fast form eða klaka. Tilraunin fólst í því að setja band og salt á klakann og sjá hvað gerist. Í annarri tilraun bjuggu þeir til eldgos með því að nota hveiti, matarsóda, borðedik og matalit og það mátti vel ímynda sér að þetta væri gosið í Holuhrauni. Þarna var verið að vinna með efnamassa og fl. En sjón er sögu ríkari og myndir eru komnar í myndasafn skólans.  Þar eru einnig myndir af nýju stofunni sem fjórði bekkur flutti í fyrir nokkru vegna fjölgunar nemenda í árganginum og er þeir nú staðsettir í mun stærri stofum  í norðurálmunni ásamt 6. bekk.


 

 

Til baka
English
Hafðu samband