Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Góðar gjafir

30.01.2015
Góðar gjafir

Okkur bárust í dag góðar gjafir frá Styrktarfélagi barna með einhverfu. Félagið var stofnað 2013 og tilgangur þess er að vekja athygli á einhverfu og styðja við og styrkja málefni er varða börn með einhverfu. Félagið safnar fé og fær frjáls framlög og rennur allt söfnunarfé óskert til málefnisins. Söfnun fór fram í apríl s.l. undir átakinu "Blár apríl" og einnig var áheitasöfnun í Reykjavíkurmaraþoninu. Síðast liðið ár safnaðist all mikið fé sem ákveðið var að verja til kaupa á sérkennslugögnum og fengu allir grunnskólar landsins glaðning frá félaginu í ár. Við fengum tvær "kúlusessur" og heyrnarhlífar sem nýttar verða með  nemendum sem þess þurfa. Færum við félaginu kærar þakkir fyrir.

 

Til baka
English
Hafðu samband