Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Vísindamaður í heimsókn hjá 6. bekk

20.01.2015
Vísindamaður í heimsókn hjá 6. bekk

Oddur Sigurðsson jarðfræðingur frá Veðurstofu Íslands kom í heimsókn í morgun til 6. bekkinga og flutti þeim fyrirlestur um náttúruvísindi. Hann ræddi um flekakenninguna, heimskautin, heimskautafara, dýralíf á heimskautunum, jarðfræði, jökla, eldgos og snjókristalla svo eitthvað sé nefnt. Nemendur tóku þessu ótrúlega vel og spurðu mikils og voru afar áhugasamir. Enda skreytti Oddur fyrirlestur sinn með fallegum myndum af ýmsum fyrirbærum sem hann talaði um og vöktu snjókristallarnir þar mesta athygli og var mikið spurt um þá. Fleiri myndir eru í myndasafni skólans.

Til baka
English
Hafðu samband