Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Aðalæfing hjá 4. bekk

18.12.2014
Aðalæfing hjá 4. bekk

Það var aðalæfing hjá 4. bekk í morgun á atriðinu sem þeir ætla að sýna á jólaskemmtuninni á morgun. Foreldrar fjölmenntu í salnum og nemendur sýndu svo sannarlega hvað í þeim bjó og komu óhikað fram og túlkuðu nokkur vinsæl jólalög sem Jón Bjarni tónmenntakennari hafði sett saman fyrir þau. Nemendur áttu frumkvæði að öllum atriðunum sem sýnd voru og komu þeir þeim vel til skila.

Myndir frá æfingunni eru komnar í myndasafn skólans.

Til baka
English
Hafðu samband