Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Spjaldtölvuverkefni

17.12.2014
Spjaldtölvuverkefni

Á haustönn eigaðist skólinn allmargar spjaldtölvur sem dreift var á alla árganga, þannig að nú hafa nemendur talsvert greiðari aðgang að slíkum tækjum en áður. Kennarar og nemendur hafa verið duglegir að þreifa sig áfram við að nota þær á ýmsan hátt í skólastarfinu. Til dæmis hafa nemendur í 7. bekk verið að vinna með tónlistarforritið "Garageband" þar sem þeir eru að skapa sitt eigið tónverk. Nemendur vinna í hópum við að semja, skipuleggja og taka upp tónverk. Notast er aðallega við svokölluð „smart“ hljóðfæri í Garageband, en einnig innihalda tónverkin hljóð sem tekin eru upp í umhverfinu t.d. raddir, hurðaskelli eða hristur. Nemendur fylla einnig út útsetningarblöð þar sem þau skrá nafn lags, hvaða hljóðfæri eru notuð, en einnig er gerð grein fyrir hljómasetningu. Blaðið á að sýna nokkurn veginn hvernig lagið lítur út. Lagt er upp með að tónverkið sé 16 taktar að lengd. Þegar tónverkin eru tilbúin kynna nemendur það fyrir öðrum nemendum í bekknum. Verkefninu lýkur á sjálfsmati og jafningjamati. Myndir af verkefnavinnunni er að finna í myndasafni skólans.

 

Hér er hægt að hlusta á afrakstur verkefnisins.

Til baka
English
Hafðu samband