Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Jólamarkaðurinn

11.12.2014
Jólamarkaðurinn

Jólamarkaður, til styrktar baráttu UNICEF, Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna vegna ebólufaraldurs í Vestur Afríku, var haldinn í morgun í hátíðarsal skólans. Búið var að stilla upp borðum með söluvarningi sem nemendur og starfsfólk skólans höfðu útbúið fyrr í vikunni og var ákveðið að ágóðinn færi til hjálparstarfs. Salan gekk mjög vel og kom fjöldi manns strax við opnun í morgun. Má segja að nánast allt hafi selst eftir tæpa tvo tíma. Nemendur í 7. bekk sáu um söluna og fórst þeim það vel úr hendi. Eins og venjulega eru myndir af atburðinum í myndasafni skólans. Hér má einnig skoða myndband sem tekið var af vinnunni við jólaþemað.



     
Til baka
English
Hafðu samband