Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Skáld í skólum

11.11.2014
Skáld í skólum

Í morgun komu Aðalsteinn Ásberg Sigurðsson, ljóðskáld og Svavar Knútur, söngvaskáld í heimsókn til 3. og 6. bekkinga og fluttu þeim flotta dagskrá um ljóðskáldið Stein Steinarr. Dagskráin sem nefnd er "Með hugann fullan af hetjudraumum" var rakin í ljóðum og söngvum úr verkum Steins. Gerðu þeir félagar þetta á svo flottan og skemmtilegan hátt að nemendur sátu alveg grafkyrrir og hlustuðu af athygli í tæpan klukkutíma. Myndir frá atburðinum eru komnar í myndasafni skólans.

Smásýnishorn úr dagskránni er á myndbandi hér fyrir neðan.    

Til baka
English
Hafðu samband