Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Gunnar rithöfundur í heimsókn

05.11.2014
Gunnar rithöfundur í heimsókn

Í morgun kom Gunnar Helgason rithöfundur og leikari í heimsókn til nemenda í eldri deildum skólans. Hann sagði frá bókinni sinni "Gula spjaldið í Gautaborg" og sýndi þeim myndband af strákunum sem hann skrifar um í bókinni. Síðan las hann kafla úr henni og hætti auðvitað á mjög spennandi stað til að hvetja krakkana til að lesa sjálfa. Nemendur voru afar ánægðir með heimsóknina og ákveðið hefur verið að bæta við fleiri bókum á bókasafnið eftir Gunnar því eftirspurnin er mikil. Myndir frá heimsókninni eru í myndasafni skólans.

Til baka
English
Hafðu samband