Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Jóga

24.10.2014
Jóga

Í vetur hófum við tilraunakennslu í jóga. Flest allir nemendur fá tíma í jógakennslu einu sinni í viku, Linda Þorvaldsdóttir kennir 1., 2. og 7. bekk, en umsjónarkennarar sjá um að kenna hinum bekkjunum og fer kennslan fram í hátíðarsalnum. Þar ríkir afar afslappað andrúmsloft, lítið ljós, notaleg tónlist og kertaljós. Við litum inn hjá 1. bekk í gær þar sem Linda sagði þeim söguna af hundinum og kettinum og sýndi þeim æfingar þar sem þau hermdu eftir dýrunum. Var ekki annað að sjá en að nemendum líkaði þetta allveg og tóku þeir ríkan þátt í að leika dýrin með Lindu.

    

 

Til baka
English
Hafðu samband