Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Allir lesa verkefnið

17.10.2014
Allir lesa verkefnið

Í dag hefst átak í lestri hjá þjóðinni. Við í Flataskóla ætlum að sjálfsögðu að vera með og hafa nú allir aðstandendur nemenda okkar fengið bréf frá skólastjórnendum um fyrirkomulag átaksins og hvers vegna lestur og það að geta lesið sér til ánægju er svo þýðingarmikið. Keppnin allirlesa.is er með vefsíðu þar sem hægt er að skoða reglur og fyrirkomulag en einnig senda kennarar til forráðamanna nemenda leiðbeiningar um hvernig hægt er að haga þessu. Kennarar skrá nemendur inn á vefinn "Allir lesa" þar sem skráður er tími þess sem þeir lesa daglega. Við biðjum ykkur ágætu forráðamenn að taka þátt í þessu með okkur og hvetja börnin til lesturs og einnig að lesa fyrir þau. 

Til baka
English
Hafðu samband