Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Morgunsamvera

29.08.2014
Morgunsamvera

Í morgun komu nemendur og starfsfólk saman í hátíðarsal skólans og áttu notalega stund saman þar sem sungin voru nokkur lög við undirleik Jóns Bjarna tónmenntakennara. Þá voru sumarafmælisbörn kölluð upp á svið og afmælissöngurinn sunginn fyrir þau. Nokkuð hefur fjölgað í hópnum frá í fyrra og er nú salurinn pakkfullur, en þröngt mega sáttir sitja og tókst þetta bara nokkuð vel. Við eigum svo flott klapp sem kallar á athygli nemenda og virða þeir það nokkuð vel. Morgunsamveran verður að venju þrisvar sinnum í viku í upphafi skóladagsins þar sem hægt verður að vekja athygli á atburðum sem eru framundan og/eða senda tilkynningar til nemenda. Myndir frá samverunni er hægt að skoða í myndasafni skólans. 

Til baka
English
Hafðu samband