Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

55. skólaslit Flataskóla

06.06.2014
55. skólaslit Flataskóla

Í morgun voru nemendur í 5 ára bekk, og 1. til 6. bekk kvaddir. Þeir komu í þremur hópum í hátíðarsalinn þar sem skólastjóri kvaddi þau og óskaði þeim góðs sumars. Tilkynnt voru úrslit í ljóðakeppninni og voru 3 nemendur úr hverjum hópi kallaðir upp á svið til að flytja ljóð sín og fá viðurkenningu. Þeir sem fengu viðurkenningu voru:

 • Sólon Kári Sölvason úr 5 ára bekk
 • María Hrafnsdóttir úr 1. bekk
 • Atli Þór Hilmarsson 2. bekk
 • Fríða Lív Fannarsdóttir úr 4. bekk
 • Ólafur Flóki Stephensen úr 4. bekk
 • Þór Guðjónsson úr 4. bekk
 • Brynjólfur Jón Brynjólfsson úr 6. bekk
 • Hulda Fanný Pálsdóttir úr 6. bekk
 • Rósa Elísabet Markúsdóttir úr 6. bekk
 • Diljá Ýr Halldórsdóttir úr 7. bekk
 • Gunnar Bergmann Sigmarsson úr 7. bekk
 • Hugrún Greta Arnarsdóttir úr 7. bekk

Eftir ljóðaupplesturinn fylgdu nemendur kennurum sínum í bekkjarstofur þar sem þeir fengu afhentan einkunnir sínar. Nemendur mæta síðan aftur í skólann mánudaginn 25. ágúst. Myndir frá skólaslitunum er að finna í myndasafni skólans.

    

Til baka
English
Hafðu samband