Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Skypefundur hjá 4. bekk

23.05.2014
Skypefundur hjá 4. bekk

Í morgun var "skypefundur" hjá nemendum í 4. bekk þar sem þeir voru með tilraunir í eðlisfræði og sýndu krökkunum í Litháen og á Spáni hvernig þeir fóru að.  Nemendur bjuggu til ís, sýndu hvernig egg flýtur í söltu vatni, léku sér með litað vatn í tveimur flöskum sem voru tengdar saman og bjuggu til listaverk með mjólk og matarlit. Einnig gerðu þeir tilraun með súrefni og eld. Það var greinilegt að nemendur kunnu vel að meta svona verklag og má sjá myndir í myndasafni skólans frá fundinum í morgun. Fundurinn er liður í eTwinning verkefni sem Ragna Gunnarsdóttir stýrir ásamt Aureliju frá Litháen og Rósu frá Spáni og er aðalviðfangsefni þess að vinna með eðlisfræðitilraunir og kenna öðrum. Hægt er að lesa meira um verkefnið á vefsíðu skólans.

Þetta myndband er frá fundinum í morgun.

Til baka
English
Hafðu samband