Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Stjórn nemendafélagsins fundar

22.05.2014
Stjórn nemendafélagsins fundar

Síðasti fundur í stjórn nemendafélags Flataskóla á þessu skólaári var haldinn miðvikudaginn 21. maí. Í stjórn nemendafélagsins sitja tveir nemendafulltrúar úr hverjum árgangi og funda þeir nokkrum sinnum á vetri með aðstoðarskólastjóra. Á þessum fundi var m.a. rætt um hvernig nemendur teldu að skólastarfið hefði gengið í vetur og voru allir fulltrúar sammála um að það hefði gengið einstaklega vel. Það sem þeim fannst helst standa upp úr var hundrað miða leikurinn, öskudagurinn, ýmsar skemmtilegar ferðir og sýningar. Þá var einnig skoðað hvort eitthvað mætti gera betur fyrir næsta skólaár. Það var ekki margt sem nemendur mundu eftir í því sambandi nema að það mætti setja upp hjólabrettapall við skólann og svo vildu þeir alls ekki fá knatthús hér við skólann. Að lokum var rætt um hvað nemendur teldu að einkenndi góðan skóla. Þeim finnst að í góðum skóla væru góðir kennarar, góðir vinir, nóg að læra og góður matur. Þetta telja nemendafulltrúar að sé allt til staðar í Flataskóla og því finnst þeim skólinn vera frábær skóli og eru stolt af því að vera í Flataskóla.

    

Til baka
English
Hafðu samband