Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

6. sætið í Schoolovision

10.05.2014
6. sætið í Schoolovision

Verkefninu Schoolovision lauk á föstudaginn með beinni útsendingu frá Skotlandi en þaðan er verkefninu stýrt af Michael Purves. Að þessu sinni hlutum við 6. sætið af 30 með 96 stig en Tékkland var í fyrsta sæti með 247 stig og er það í þriðja sinn sem þeir hljóta fyrsta sæti í verkefninu sem hefur verið í gangi í 6 ár. Flataskóli hefur verið í fyrstu 7 sætunum það sem af er. Með þátttöku í verkefninu fá nemendur innsýn í menningu og umhverfi þátttökulandanna og það er alltaf spennandi að skoða myndböndin sem koma frá hinum. Í vikunni sem leið hafa nemendur allra landanna verið að gefa stig fyrir myndböndin. Á föstudaginn kom svo í ljós hve mörg stig féllu í hlut hvers og eins. Það er auðvitað alltaf gaman að vinna en það er ekki aðalatriðið heldur að fá að taka þátt og vera hluti af þessu verkefni og samstarfi þessara 30 landa sem taka þátt. Flataskóli er og hefur verið frá upphafi verkefnisins fulltrúi Íslands. Verkefnið nýtur mikilla vinsælda í skólanum og er orðinn fastur liður í skólastarfinu á vorin. Hægt er að skoða framlag landanna á vefsíðu verkefnisins.

Til baka
English
Hafðu samband