Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Vorskólinn

07.05.2014
Vorskólinn

Þriðjudaginn 6. maí komu leikskólabörn frá Bæjarbóli, Hæðarbóli, Kirkjubóli og Lundabóli í vorskólann í fylgd leikskólakennara sinna eða foreldra. Þau eru verðandi nemendur 1. bekkjar næsta vetur ásamt börnunum sem eru núna í 5 ára bekk hjá okkur. Börnin tóku þátt í skólastarfinu með börnunum í 1. bekk og fóru m.a. út í frímínútur, tóku þátt í ratleik og borðuðu hádegismat. Flest þessara barna hafa komið áður í heimsókn í skólann því verkefnið "Brúum bilið"  hefur það að markmiði að auðvelda börnum að fara úr leikskóla í grunnskóla. Var ekki annað að sjá en allir virtust glaðir og hressir með vorskólann. Myndir frá heimsókninni eru í myndasafni skólans.

 

 

 

 

Til baka
English
Hafðu samband