Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Morgunsamveran

29.04.2014
Morgunsamveran

Í morgunsamverunni í gær ræddi skólastjórinn við nemendur um að nú væri komin sumartíð og tækifæri til að hreyfa sig meira og það væri alveg tilvalið að koma núna hjólandi í skólann. Í tengslum við það þá þyrftu þeir að vera með hjálm og hafa lás meðferðis til að læsa hjólunum/hlaupahjólunum á skólatíma. Einnig bað hún nemendur um að  nota ekki hjólin á skólalóðinni í frímínútum. Það færi ekki saman að hjóla þegar önnur börn væru að hlaupa um og leika sér, það gætu orðið slys. Eftir sönginn deildi skólastjórinn út tveimur boltum á hverja bekkjardeild og bað nemendur um að gæta þeirra vel og lofaði verðlaunum þeim sem gætu skilað báðum boltunum við skólaslit.

Til baka
English
Hafðu samband