Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Skíðaferðin í apríl

25.04.2014
Skíðaferðin í apríl

Loksins tókst að fara með nemendahópinn í skíðaferðina sem fyrirhuguð var í mars s.l. en þurfti að aflýsa vegna veðurs. En í dag var farið með 5 ára, 1. til 5. bekk og 7. bekk á skíði í Bláfjöll, 6. bekk tókst að senda í mars en hann dvaldi yfir eina nótt í skálanum í Bláfjöllum. Þetta voru rúmlega 250 börn ásamt flest öllu starfsfólki skólans og farið var í 5 rútum strax um morguninn og dvalið í fjallinu fram til klukkan tvö síðdegis. Veður var hið ágætasta þrátt fyrir smá úða annað slagið. Var ekki annað að sjá en að nemendum líkaði lífið og hafa þeir vonandi átt góða stund í fjallinu. Þarna voru nemendur sem voru að stíga á skíði í fyrsta sinn og var ánægjulegt að sjá hve vel og fljótt þeim tókst að ná færni á tækninni enda úrvals lið til aðstoðar þar sem starfsfólk skólans var.

Myndir eru komnar í myndasafn skólans.

Til baka
English
Hafðu samband