Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Við hlutum 3. sætið

28.03.2014
Við hlutum 3. sætið

Stóra upplestrarkeppnin var haldin í Kirkjuhvoli, safnaðarheimili Vídalínskirkju, miðvikudaginn 26. mars. Þátttakendur komu frá sex skólum, Álftanesskóla, Flataskóla, Hofsstaðaskóla, Sjálandsskóla, Valhúsaskóla og Vífilsskóla . Alls voru þrettán lesarar mættir til leiks. Tveir komu frá Flataskóla, þau Guðrún Heiða Hjaltadóttir og Gunnar Bergmann Sigmarsson. Höfundar sem áttu bækur sem lesið var upp úr í ár voru ljóð eftir Erlu (Guðfinnu Þorsteinsdóttur) og sagan "Ertu Guð afi?" eftir Þorgrím Þráinsson. Einnig fengu nemendur að lesa ljóð að eigin vali í seinni umferðinni. Þátttakendur fengu bók að gjöf fyrir þátttökuna frá Félagi íslenskra bókaútgefenda. Gunnar Bergmann Sigmarsson, nemandi í 7. HG Flataskóla hlaut þriðja sætið að þessu sinni. Í fyrsta sæti sæti var Kári Rögnvaldsson og í öðru sæti Sigurlaug Brynjúlfsdóttir sem komu bæði frá Valhúsaskóla. Óskum við þeim öllum til hamingju með árangurinn. Skemmtiatriði voru flutt við athöfnina og okkar atriði sem var píanóleikur og söngur sem Helena Bryndís Hauksdóttir flutti.

Fleiri myndir má skoða í myndasafni skólans.

Til baka
English
Hafðu samband