Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Flatóvisionundirbúningur

14.03.2014
Flatóvisionundirbúningur

Mikil eftirvænting ríkir í skólanum í dag en klukkan 13:00 fer fram hin árlega söngkeppni skólans, Flatóvision" sem er liður í eTwinningverkefninu Schoolovision. Níu hópar úr fjórða til 7. bekk taka þátt í verkefninu. Síðustu tvo daga hefur söngvarinn Jógvan Hansen sagt nemendum til með framkomu á sviði og raddbeitingu og lærðu krakkarnir heilmikið af honum. Allir nemendur skólans verða viðstaddir keppnina sem fer fram á sal skólans. Sérstakir dómarar dæma í keppninni og að þessu sinni verða þeir Arnar og Ragnar úr hljómsveitinni Of Monsters and Men sem fræg er um allan heim. Einnig koma fulltrúar úr nemendaráði Garðaskóla, Hjördís Ástráðsdóttir áður tónmenntakennari í Flataskóla og hún okkar ritari. Lagið sem vinnur í dag verður framlag skólans í eTwinningverkefninu Schoolovision. Hægt er að skoða fyrri framlög skólans síðustu ár á heimasíðu skólans. Foreldrar eru að sjálfsögðu velkomnir í skólann til að fylgjast með þessum frábæra hóp. Myndir er hægt að skoða í myndasafni skólans.

Dagskráin lítur svona út:

  1. Up – 4. bekkur
  2. Is it true – 6. bekkur
  3. Feel for you – 7. bekkur
  4. La Dolce Vita – 6. bekkur
  5. Eftir eitt lag – 4. bekkur
  6. Þangað til ég dey – 6. bekkur
  7. Vá hvað ég fílana – 5. bekkur
  8. Is it true – 5. bekkur
  9. Þú – 7. bekkur

 

Til baka
English
Hafðu samband