Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Morgunsamvera í umsjón 5. bekkja

29.01.2014
Morgunsamvera í umsjón 5. bekkja

Það var fjör í morgunsamverunni í morgun. Fimmti bekkur sá um dagskrána og var með fjölda uppákoma eins og dans, söng, töfrabrögð og nokkrir strákar sögðu brandara. Var ekki annað að sjá en áhorfendur væru ánægðir með atriðin og gáfu gott hljóð. Fjöldi foreldra sá sér fært að koma og vera með, en við erum afar ánægð með að fá þá sem oftast í heimsókn.

Myndir eru í myndasafni skólans.

Fyrir þá sem ekki gátu kíkt til okkar í morgun er myndband hér fyrir neðan þar sem hægt er að fá smá sýnishorn af því sem var á borð var borið. 

 

 
Til baka
English
Hafðu samband