Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Í tilefni bóndadags

28.01.2014
Í tilefni bóndadags

Í tilefni bóndadags á föstudaginn og upphafs þorra var bryddað upp á ýmsu skemmtilegu í skólastarfinu til að vekja athygli á honum. Allir voru hvattir til að koma í frumlegum og skemmtilegum peysum (ljótustu peysunni sinni). Nemendur í öðrum bekk bjuggu til bindi handa pöbbunum sem þeir gáfu þeim á bóndadaginn. Gaman er að halda þessum skemmtilegu gömlu mánaðarheitum á lofti og sérkennum þeirra og vekja um leið athygli nemenda á þeim og fyrir hvað þau standa. Sjá myndir í myndasafni skólans.

 

    

Til baka
English
Hafðu samband