Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

7. bekkur í skólabúðum

28.01.2014
7. bekkur í skólabúðum

Á mánudag héldu nemendur okkar í 7. bekk í skólabúðir að Reykjum í Hrútafirði. Ríkti mikil eftirvænting í loftinu meðal nemenda við upphaf ferðar enda voru þeir búnir að hlakka til lengi og undirbúa dvölina þar með kvöldvökur o.fl. í huga. Það hefur verið hefð fyrir því að 7. bekkingar fari í þessar skólabúðir árlega og dvelji í viku þar með kennurum sínum. Þar una þeir sér við leik og störf og vinna fjölbreytt og skemmtileg verkefni og eru í skipulagðri dagskrá allan daginn. Þar sem af er hefur veðrið verið nokkuð kalt en stillt og vel viðunandi. Umhverfið er heillandi og nýstárlegt fyrir nemendur og það er gaman að vera niður við sjóinn og skoða fjöruna og lífið í henni. Nemendur hafa heimsótt byggðasafnið að Reykjum og fengið þar fræðslu um hákarlaveiðar á Húnaflóa og skoðað hákarlaskipið Ófeig. Á kvöldvökunum er svo líf og fjör og alltaf gaman að hlakka til að fá að taka þátt í þeim að lokinni skemmtilegri dagskrá dagsins. Nemendur hafa þá áður fengið að slappa af í sundi og heitum potti og fengið góðan kvöldverð. Nemendur koma örugglega heim með góðar minningar frá þessari dvöl sem þeir geyma með sér.  Áætluð er svo heimkoma föstudaginn klukkan 14:30 við Flataskóla. Myndir frá dvölinni eru í myndasafni skólans.

Heimasíða Skólabúðanna að Reykjum er hér.

 

Til baka
English
Hafðu samband