Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Foreldradagur og óskilamunir

21.01.2014
Foreldradagur og óskilamunir

Á morgun 22. janúar er foreldradagur hér í skólanum, þar sem foreldrar mæta með börnum sínum til að spjalla við kennarana. Okkur langar til að vekja athygli á ógrynni af fatnaði sem börnin hafa skilið eftir í skólanum og við höfum ítrekað reynt að koma út aftur til þeirra. Við höfum nú raðað fötunum á borð í vesturálmu, suðurálmu og norðurálmu og hvetjum foreldra eindregið til að koma við á þessum stöðum og kíkja eftir hvort ekki leynist eitthvað sem börnin þeirra eiga. Þarna eru handklæði, skór, húfur, vettlingar, sokkar, snjóbuxur, peysur, gallabuxur og sundgleraugu svo eitthvað sé nefnt.

Hér er smá sýnishorn af óskilamununum.

Mörg handklæði liggja hjá okkur, endilega flettið í gegnum bunkann.

Til baka
English
Hafðu samband