Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

7. bk. vísindamaður í heimsókn

17.01.2014
7. bk. vísindamaður í heimsókn

Í síðustu viku heimsótti vísindamaður 7. bekkinga í annað sinn með fyrirlestur um heimskautin og ýmislegt sem tengist þeim. Oddur jöklafræðingur sagði þeim m.a. frá landrekinu, dýralífinu, landkönnuðum og ískristöllum. Þetta tengist eTwinningverkefninu "Meira en ís" sem nemendur eru að vinna núna á vorönn með öðrum skólum í Evrópu. Í framhaldi af fyrirlestrinum var gerð tilraun með hvernig yfirborð sjávar gæti breyst ef hafís og/eða jöklar bráðnuðu. Sumum kom niðurstaðan á óvart en öðrum ekki eins og eðlilegt er. Myndir frá þessum viðburðum er hægt að skoða í myndasafni skólans. Nemendur heilluðust mjög af kristallamyndum sem Oddur sýndi þeim og hægt er að skoða á netinu hér.

Tilraunin fólst í því annars vegar að setja ísmola í vatn og merkja við yfirborðið og athuga hvort það breyttist eitthvað við að ísmolarnir þiðnuðu (hafís). Hins vegar voru steinar settir undir haug af ísmolum (jökull) þannig að þeir snertu ekki vatnið og merkt var við yfirborðið áður en þeir þiðnuðu og athugað hvort það breyttist.

Til baka
English
Hafðu samband