Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

4. bekkur í verkefnavinnu

10.01.2014
4. bekkur í verkefnavinnu

Það er mikið að gera hjá 4. bekkingum þessa dagana. Í gær voru þeir í óða önn að skoða myndbönd frá nemendum í samskiptaverkefninu "Evrópsku keðjunni" og gefa umsagnir um þau. Einnig voru þeir að vinna með Rögnu við eðlisfræðitilraunir sem er annað samskiptaverkefni unnið með nemendum í Litháen og á Spáni, en þar gera þeir eina tilraun í mánuði um eitthvert sérstakt viðfangsefni sem tekið er upp og sett á netið. Hér fyrir neðan er hægt að skoða verkefni þessa mánaðar og einnig eru myndir í myndasafni skólans.

 


     

 


Til baka
English
Hafðu samband