Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Gleðilegt nýtt ár

03.01.2014
Gleðilegt nýtt ár

Skólastarf hófst aftur í dag að loknu jólaleyfi með hefðbundinni morgunsamveru í hátíðarsal skólans. Sungin voru lögin um krumma og álfana í tunglsljósinu (Álfareiðin) sem hæfir vel á þessum tímamótum. Einnig var sunginn afmælissöngurinn fyrir desemberbörnin eins og venja er einu sinni í mánuði. Allmargir nýir nemendur bættast við nemendahópinn núna eftir áramótin og einnig einn kennari sem fer til starfa í 6. bekk og eru nú nemendur skólans orðnir 309. Jón Bjarni tónmenntakennari mætti aftur úr fæðingarorlofi og Árni Guðjónsson hætti sem var staðgengill hans á haustönn. Fleiri myndir er hægt að skoða í myndasafni skólans.

Morgunsamvera 3. janúar 2014

Til baka
English
Hafðu samband