Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Litlu jólin 19. desember

19.12.2013
Litlu jólin 19. desember

"Litlu jólin" voru haldin í skólanum í dag en þetta er síðasti hefðbundni kennsludagurinn fyrir jólaleyfið. Skólinn hefur verið skreyttur af nemendum á fjölbreyttan og skemmtilegan hátt, sérstaklega eru hurðirnar á skólastofunum frumlega skreyttar eins og sjá má á myndum í myndasafni skólans. Eins og hefð er fyrir mega nemendur koma með "sparinesti" í skólann á þessum degi, sem er gos og smákökur eða sælgæti. Svo bauð skólamatur upp á hangikjöt, hvíta sósu, grænar baunir og rauðkál með ísblómi í eftirrétt. Í gær buðu 7. bekkir upp á tónleika fyrir alla nemendur og starfsfólk skólans, þar sem þeir spiluðu og sungu jólalög. Endilega lítið á myndirnar í myndasafninu til að upplifa menninguna í kringum jólin í skólanum.

 

Til baka
English
Hafðu samband