Söfnunarfé afhent UNICEF
17.12.2013
Í gær fengum við góðan gest í morgunsamveruna en Bergsteinn Jónsson frá UNICEF kom og tók við ágóðanum af jólamarkaðnum okkar. Alls söfnuðu nemendur Flataskóla 175.000 krónum sem renna óskiptar til Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna UNICEF. Peningarnir verða notaðir til að styrkja börn á Filippseyjum sem eiga um sárt að binda í kjölfar óveðurs þar.
Það má með sanni segja að öflugur nemendahópur Flataskóla er atkvæðamikill þegar mikið reynir á.Á myndinni eru þau Elva Dís og Carl sem bæði eru ættuð frá Filippseyjum að afhenda Bergsteini ávísunina.
Myndir frá jólamarkaðnum er að finna í myndasafni skólans.