Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Líf og fjör á jólamarkaði

13.12.2013
Líf og fjör á jólamarkaði

Líf og fjör var á jólamarkaði skólans sem haldinn var í dag. Nemendur höfðu útbúið fjölbreytt handverk úr margvíslegum efniviði og einnig voru seldar smákökur. Mikill fjöldi gesta kom á markaðinn og megnið af varningnum var selt áður en liðið var á miðjan morgun. Nemendur í 7. bekk stóðu vaktina og sáu um söluna. Allur ágóði af sölunni rennur til barna á Filippseyjum sem eiga um sárt að binda eftir hamfarir þar fyrr í haust. Eftir helgina kemur í skólann fulltrúi frá UNICEF til að taka við söfnunarfénu. Þá fá börnin einnig fræðslu um hvernig fénu verður varið. Mikil gleði hefur ríkt í skólanum í tengslum við þetta verkefni og er gott að upplifa með nemendum og starfsfólki ánægjuna sem fæst við að gefa öðrum með sér og finna til áhrifa sinna.

Við þökkum öllum sem höfðu tök á að koma til okkar í dag. 

Myndir frá atburðinum er að finna í myndasafni skólans.

null
Til baka
English
Hafðu samband