Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Skólaþing yngstu nemenda

28.11.2013
Skólaþing yngstu nemenda

Skólaþing 5 ára, og 1. til 3. bekkja var haldið í morgun. Þar kom til umræðu hvernig hægt væri að bæta vinnufrið og hegðun í kennslustundum. Fram komu góðar hugmyndir frá nemendum eins og t.d. að setja miða á töfluna og búa til bekkjarsiði til að vinna eftir. Einnig að fara betur eftir fyrirmælum t.d. í íþróttum þá væri betra hljóð. Svo kom upp sú ósk að fá skipulag yfir "battavellina" sem eru hér á skólalóðinni og verður það athugað fyrir nemendur. Nemendur eru orðnir meðvitaðir um að rödd þeirra heyrist og að tekið er tillit til þess sem þeir leggja fram á skólaþingunum. Myndir frá skólaþinginu eru í myndasafni skólans.

Til baka
English
Hafðu samband