Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Fréttabréf á haustönn 2013

04.11.2013
Fréttabréf á haustönn 2013Kæru foreldrar.

Starfið hér í Krakkakoti hefur sinn vanagang og hefur gengið glimrandi vel það sem af er liðið af vetri. Dagskráin breyttist örlítið eftir fyrstu tvær vikur skólaársins og hefur tekið á sig nokkuð endanlega mynd þó svo við breytum til við og við með skemmtilegum uppákomum eins og vöfflubakstri og þessháttar.

Alla daga förum við út þegar börnin hafa lokið við að skrá sig inn hjá okkur og hefur það fallið í mjög góðan jarðveg. Við minnum bara á að börnin komi klædd eftir veðri og að föt séu merkt svo þau rati á rétta staði ef þau týnast.

Við heimsækjum bókasafnið, stærðfræðistofuna og tölvuverið í hverri viku og höfum við lagt upp með að það sé val hjá börnunum hvort þau fari á þessa staði en ekki skylda – því okkar reynsla er að börnin njóti sín mun betur ef þau hafa áhuga á að fara. Sigrún sér svo um föndurstofuna og býður þangað nokkrum börnum í einu þar sem þau fá útrás fyrir sköpunargleðina með málningu, glimmer, lími og allskonar dóti sem Sigrún hefur sankað að sér. Á hverjum degi er svo í boði að perla, lita, kubba, fara í dúkkó, spila og púsla og leika í lego.

Þegar börnin velja sér einhvern af þeim stöðum sem er ekki innan Krakkakots (bókasafnið, tölvuverið, stærðfræðistofuna) hengja þau myndina sína upp á töflu merkta þeim stað sem þau eru á og því sýnilegt fyrir þá sem eru að sækja hvar þau eru hverju sinni.

Mig langar að minna á nokkur praktísk atriði:
• Vinsamlegast látið vita ef barn mætir ekki í Krakkakot, það fer alltof mikill tími í það hjá okkur að hringja eftir börnum sem ekki mæta.

• Hægt er að hringja í s. 565-8319 og s. 820-8557, einnig er hægt að senda sms. Líka er hægt að senda tölvupóst á tomstundaheimili@flataskoli.is

• Tilkynningar um breytta dagvistun, hvort sem um er að ræða uppsögn eða breytingu á vistunartíma, skal svo berast mér fyrir 20. hvers mánaðar, annars ganga breytingarnar ekki í gegn.

Endilega sendið mér línu ef einhverjar spurningar vakna eða ef þið hafið einhverjar ábendingar um það sem betur má fara.

Kær kveðja,
Rósa Siemsen
Umsjónarmaður
Tómstundaheimilið Krakkakot, Flataskóli

s. 565-8319, GSM: 820-8557.

Til baka
English
Hafðu samband