Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

"European Quality Label"

29.10.2013
"European Quality Label"

Flataskóli vann þó nokkur verkefni á samskiptavefnum eTwinning á síðast liðnu ári og hefur nú verið að fá gæðastimpla "Quality Label" fyrir nokkur þeirra frá Landsskrifstofu Menntaáætlunar Evrópusambandsins. Þetta eru verkefnin „Christmas around Europe“ sem Ragna Gunnarsdóttir stýrði, „Tasty Flags“ sem Kristín og Hafþór Þorleifsbörn sáu um, „European Chain Reaction“ sem Ólöf Sighvatsdóttir vann með í eðlisfræðitímum og „Schoolovision 2013“ sem Jón Bjarni Jónsson og Kolbrún Hjaltadóttir höfðu umsjón með.

Þegar verkefni hafa fengið þennan evrópugæðastimpil eru þau gjaldgeng til frekari viðurkenningar hjá Evrópusambandinu. Schoolovision 2009 og 2012 hafa fengið slíkar viðurkenningar á ráðstefnum hjá Evrópusambandinu og hvetur það okkur til að halda áfram að vinna á þennan hátt með nemendum okkar. Enda er verkefnið orðinn snar þáttur í skólastarfinu á vorönn og tökum við að öllu óbreyttu þátt í sjötta sinn að þessu sinni.
Til baka
English
Hafðu samband