Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

3. bekkur heimsækir Hafnarborg

08.10.2013
3. bekkur heimsækir Hafnarborg

Nemendur í 3. bekk fóru í heimsókn í Hafnarborg í Hafnarfirði. Þar skoðuðu þeir listaverkasýninguna "Hús í húsinu". Nemendur fengu leiðsögn og fræðslu um húsið Hafnarborg og hvernig það var í gamla daga. Gægst var á glugga og kíkt aftur til fortíðar. Eftir sýninguna lékum við okkur við tjörnina og á Thorsplaninu því veðrið var svo dásamlegt. Ferðin gekk mjög vel og nemendur voru kurteisir og fróðleiksfúsir að vanda. Frábær ferð í yndislegu veðri með flottum nemendum. Umsjónarkennarar.

Myndir er hægt að skoða í myndasafni skólans.

Til baka
English
Hafðu samband