Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Vísindamaður í heimsókn

04.10.2013
Vísindamaður í heimsókn

Sjöundu bekkir fengu í vikunni vísindamanninn Odd Sigurðsson jarðfræðing í heimsókn í skólann í tengslum við verkefnavinnu sína um Vífilsstaðavatn. Oddur sagði nemendum hvernig vötn mynduðust á landinu okkar og sýndi þeim myndir af mismunandi vötnum. Einnig sáu þau m.a. myndir af blómum og skordýrum, ískristöllum, mýrarrauða og kóngulóarvef svo eitthvað sé nefnt. Oddur sagði þeim líka frá nokkrum skemmtilegum örsögum af hegðun skordýranna sem hann hefur kynnst í gegnum myndatökuna. Nemendur voru duglegir að spyrja um hitt og þetta sem tengdist frásögninni og margir sáu kunnuglega staði á myndum Odds sem þeir höfðu heimsótt. Fleiri myndir eru í myndasafni skólans.

Til baka
English
Hafðu samband