Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Skólaþing hjá 6. og 7. bekk

18.09.2013
Skólaþing hjá 6. og 7. bekk
Í morgun var fyrsta skólaþing skólaársins haldið hjá 6. og 7. bekk. Nemendur skólans sitja skólaþing í aldursblönduðum hópum. Nemendur í 5 ára og 1. -3. bekk eru saman, nemendur í 4. og 5. bekk eru saman og síðan eru nemendur í 6. og 7. bekk saman. Skólaþing eru haldin hjá öllum þessum hópum fjórum sinnum á skólaárinu, tvisvar á hvorri önn. Markmið er að nemendur þjálfist í að ræða ýmis mál, læri að koma skoðunum sínum á framfæri og læri einnig að virða skoðanir annarra. Á skólaþinginu í morgun var m.a. rætt um hvernig væri að byrja í nýjum skóla og hvernig væri best að taka á móti nýjum nemendum. Einnig var umræða um matarmál nemenda.

Til baka
English
Hafðu samband