Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Skólinn settur

23.08.2013
Skólinn settur

Skólasetning var í dag í Flataskóla. Um 300 nemendur munu stunda nám í Flataskóla í vetur og hefur þeim fjölgað verulega frá í fyrra. Nemendur komu ásamt foreldrum sínum í hátíðarsal skólans í þremur hópum á klukkustundar fresti. Skólastjórinn bauð alla velkomna og ræddi um skólastarfið og hvað framundan væri í vetur. Ánægjulegt var að sjá hve margir foreldrar fylgdu börnum sínum við þetta tækifæri. Skólastjórinn lagði áherslu á hve mikilvægt væri að foreldrar sýndu áhuga á málefnum sem tengdust skólanum og að þeir fjölluðu jákvætt um skólastarfið.

Síðast liðna þrjá daga hafa verið kynningarfundir um skólann fyrir nýja nemendur og foreldra þeirra sem hafa verið afar vel sóttir.  Í dag fara svo fram viðtöl við foreldra/nemendur 1. bekkja sem síðan byrja í skólanum á mánudaginn samkvæmt stundaskrá.

Skólastarfið hefst svo hjá öllum árgöngum á mánudag samkvæmt stundaskrá. Innkaupalistar eru á vefsíðunni bæði á forsíðunni neðst til hægri og undir flipanum Skólinn

Einnig má nálgast þá hér.

Til baka
English
Hafðu samband