Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Ganga á Helgafell

06.06.2013
Ganga á Helgafell

Í morgun fóru allir í skólanum í gönguferð á Helgafell en þetta er síðasti skóladagurinn í vetur. Veður var skaplegt en nokkuð hvasst. Fjórar rútur óku með okkur upp að Kaldárseli og þaðan gengu eldri nemendur upp á Helgafellið en hinir upp í Valaból. Þeir komust þó ekki alla leið upp sökum hvassviðris en engu að síður var þetta ágætis hreyfing og nemendur stóðu sig með prýði þrátt fyrir þokuloft og kalda. Á eftir var ekið að Hvaleyrarvatni þar sem foreldrafélagið grillaði pylsur ofan í allan mannskapinn og nemendur fengu að dunda sér við vatnið og í skógarkjarrinu. Myndir frá ferðinni er hægt að skoða í myndasafni skólans. 

 

Til baka
English
Hafðu samband