Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Hjólaferð 3. bekkja

05.06.2013
Hjólaferð 3. bekkjaNemendur í 3. bekk skelltu sér í hjólaferð föstudaginn 31. maí. Nemendur hjóluðu upp Vífilstaðaveginn og fóru undirgöngin upp við Reykjanesbraut. Þaðan var hjólað meðfram Lundunum og stoppað á leikvellinum hjá hjólabrettapöllunum og leikið sér þar nokkra stund. Síðan lá leiðin meðfram Bæjargilinu, niður í Mýri og meðfram læknum alveg niður að Hafnarfjarðarvegi, upp með túnunum og að lokum aftur í Flataskóla. Ferðin tók um klukkutíma en því miður sprakk á hjólinu hjá einum nemanda og þurfti hann að teyma það til baka. En allt annað gekk mjög vel og voru krakkarnir duglegir að hjóla og fylgjast að.
Til baka
English
Hafðu samband