Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Unicef-hlaup Flataskóla

03.06.2013
Unicef-hlaup Flataskóla

Það voru hressir krakkar sem hlupu í rigningunni í morgun  fyrir Unicef hreyfinguna til að styðja bágstödd börn hvar sem er í heiminum. Í skólanum er sú stefna að árlega sé tekið þátt í samfélagsverkefni af einhverju tagi. Við teljum að það sé mikilvægt að fræða börn um mannréttindi og þróunarstarf og að þetta verkefni sé það góð leið til þess. Áður hafa nemendur safnað áheitum úr hópi sinna nánustu sem heita ákveðinni upphæð fyrir hverja vegalengd sem hlaupið er. Nemendur geta að sjálfsögðu tekið þátt án þess að nokkur heiti á þá. Aðalmarkmiðið er þó að sem flestir séu með í verkefninu. Ekki var að sjá neinn bilbug á nemendum þótt veðrið væri ekki sem ákjósanlegast. Myndir frá hlaupinu eru í myndasafni skólans.

 

Hlaupið fyrir bágstödd börn í heiminum.

 

 

Til baka
English
Hafðu samband