Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Góðir gestir í heimsókn

30.05.2013
Góðir gestir í heimsókn

Í morgun komu verðandi nemendur í 5 ára bekk næsta vetur í heimsókn til okkar. Þeir sækja núna nám sitt í ýmsa leikskóla bæjarins en hafa verið skráðir í 5 ára bekk hjá okkur næsta vetur. Þeir voru að kynna sér skólann og fengu að taka þátt í skólastarfinu með núverandi nemendum. Foreldar fylgdu þeim eftir í fjarlægð og var ekki annað að sjá en að krakkarnir okkar tækju þeim vel og allir virtust glaðir og hressir.

Myndir eru í myndasafni skólans sem segja sína sögu. Endilega kíkið á þær.

Verðandi 5 ára nemendur í Flataskóla

Til baka
English
Hafðu samband