Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Norskir skólakrakkar í heimsókn

27.05.2013
Norskir skólakrakkar í heimsókn

Nýlega komu norskir skólakrakkar í heimsókn með Skúla fyrrverandi kennara við Flataskóla og foreldrum þeirra. Þeir komu frá Alþjóðaskóla í Osló þar sem þeir stunda nám. Þetta voru 11 nemendur í 5. bekk og voru þeir hjá okkur í einn dag og tóku þátt í skólastarfinu með nemendum okkar í 5. bekk. Nemendur áttu notalegar stundir saman þar sem farið var í leikfimi í íþróttasalinn, í textílmennt og bakaðar vöfflur ásamt öðru skemmtilegu. Heimsóknin gekk ótrúlega vel og fór vel á með krökkunum okkar og gestunum. 

Til baka
English
Hafðu samband