Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Álfar og riddarar

10.05.2013
Álfar og riddarar

Nemendur í fyrsta bekk fóru í vettvangsferð miðvikudaginn 8. maí og heimsóttu Sinfóníuhljómsveit Íslands í Hörpu og fengu að sjá sýningu á tónverkinu "Álfar og riddarar" en það eru tónleikar með þjóðlegu ívafi. Hópurinn tók strætisvagn til Reykjavíkur sem þótti afar skemmtilegt. Tónverkið er nýtt og spennandi tónlistarævintýri eftir færeyska þríeykið Rakel Helmsdal rithöfund, Kára Bæk tónskáld og myndskreytinn Janus á Húsagarði. Einstaklega kraftmikið og heillandi færeyskt ævintýri sem byggir á minningu um riddarann Ólaf Liljurós og hetjudáðum hans. Seiðandi danstónlist, kraftmikið slagverk og riddaraleg lúðraköll einkenna þetta framúrskarandi barnaverk. Myndskreytingum Janusar er varpað upp á stórt tjald meðan á flutningi ævintýrsins stendur. Með því móti eru allir tilbúnir að taka þátt í ævintýrinu og fljúga af stað með litla bróður að „veiða vind“ alveg eins og Ólafur Liljurós gerði.


Til baka
English
Hafðu samband