Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Góður gestur í heimsókn

15.04.2013
Góður gestur í heimsókn

Í morgun fékk 6.OS góðan gest í heimsókn en það var hann Gunnar Guðmundsson leikstjóri. Hann fór yfir það með nemendum hvernig hægt væri að búa til handrit að myndbandi sem nemendur ætla að vinna í tengslum við eTwinningverkefnið Schoolovision. Bekkurinn vann í Flatóvision keppninni með laginu Little Talk með hljómsveitinni Of Monsters and Men. Þeir þurfa nú að vinna að gerð myndbands með laginu til að senda í Schoolovision keppnina. Fengu þeir margar góðar hugmyndir hjá Gunnari svo  nú er að láta hendur standa fram úr ermum og hefja vinnuna. Verður gaman að sjá afraksturinn um mánaðarmótin á vefsíðu verkefnisins. Eitt myndband er komið nú þegar frá Danmörku, endilega kíkið á það og gefið því ummæli.

Gunnar að leiðbeina nemendum við handritsgerð 

Til baka
English
Hafðu samband