Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Foreldramorgunkaffi 10. apríl

09.04.2013
Foreldramorgunkaffi 10. aprílNú viljum við skólastjórnendur í Flataskóla endurtaka leikinn frá því í janúar og bjóða áhugasömum foreldrum í morgunkaffi með okkur stjórnendum til skrafs um skólastarfið. Síðasti fundur var gagnlegur og líflegar umræður sköpuðust um ýmsa þætti skólastarfsins. Er það von okkar að foreldrar sjái tækifæri í þessari nýjung og fjölmenni í morgunkaffi áður en haldið er til vinnu. Næsti fundur verður n.k. miðvikudag 10.apríl. Fundurinn verður strax að lokinni morgunsamveru um kl. 8:50 í matsal nemenda.
Kær kveðja, 
Ólöf S. Sigurðardóttir skólastjóri og Helga María Guðmundsdóttir aðstoðarskólastjóri
Til baka
English
Hafðu samband