Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Skíðaferð á föstudag

13.02.2013
Skíðaferð á föstudag

Næst komandi föstudag 15. febrúar er stefnt að vetrarferð í Bláfjöll með nemendur í 4.-7.bekk. Veðurspáin er hagstæð. Mæting í skólann þennan dag er klukkan 8:30 og eiga nemendur að koma með allan búnað með sér. Lagt verður af stað frá Bláfjöllum klukkan 14:30 og áætluð heimkoma er 15:10.

Markmið ferðarinnar er að kynnast vetraríþróttum og njóta góðrar útiveru í fersku fjallalofti. Þeir sem vilja og hafa tök á geta tekið með sér skíði, snjóbretti, sleða eða þotur. Í Bláfjöllum er einnig hægt að leigja búnað til skíðaiðkunar.

Boðið verður upp á skíðakennslu fyrir nemendur.

Skólinn greiðir rútu en þeir sem vilja leigja skíði/bretti greiða sjálfir kostnað við það sem er 2000 krónur fyrir skíði, skó og stafi eða bretti/skó.

Kostnaður við lyftur er 600 krónur á mann.

Foreldrar/forráðamenn eru hvattir til að koma með í þessa ferð, en þeir sem vilja taka rútuna með okkur þurfa að tilkynna komu sína daginn áður. Gjald í rútuna er 1000 krónur.


Útbúnaður:
  • Hlýr útivistarfatnaður. Úlpa, hlífðarbuxur, húfa, ullarsokkar og vettlingar.
  • Hollt og gott nesti. Ekki er leyfilegt að hafa með sér peninga til að kaupa sér nesti á staðnum. Hádegisverður á vegum skólans verður ekki í boði þennan dag.
  • Allir þeir sem ætla á skíði eða bretti verða að hafa hjálma. Hægt er að fá lánaða hjálma endurgjaldslaust í fjöllunum en best væri að sem flestir kæmu með sína eigin hjálma.
  • Þeir sem ætla að leigja búnað eiga að koma með 2000 krónur í umslagi merktu sér og afhenda umsjónarkennara á fimmtudag.
  • Þeir sem ætla að kaupa kort í lyftur komi með 600 krónur í sérmerktu umslagi á fimmtudaginn.

Kostnaður:
  • Rúta – frítt fyrir nemendur - foreldrar greiða 1000 krónur
  • Skíða-/brettaleiga – 2000 krónur (valfrjálst) 
  • Lyftukort - 600 krónur (valfrjálst) 
Til baka
English
Hafðu samband