Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

eTwinningverkefnið Evrópska keðjan

25.01.2013
eTwinningverkefnið Evrópska keðjan

Undanfarnar tvær vikur hafa nemendur í 6.OS verið að hanna og setja upp "keðju" í tengslum við eTwinningverkefnið Evrópska keðjan ("The European Chain Reaction") undir leiðsögn Ólafar Sighvatsdóttur. Þetta er þriðja árið sem nemendur í Flataskóla taka þátt í þessu verkefni. Búið er að setja myndband sem tekið var upp af keðjunni á vefinn. Um 20 skólar vinna að verkefninu víðs vegar að í Evrópu og ríkir nú mikil eftirvænting eftir að sjá framlag hvers þeirra, en síðasti dagurinn til að setja myndböndin á vefinn er í dag. Í næstu viku greiða nemendur atkvæði um bestu keðjuna. Hægt er að sjá öll myndböndin á bloggsíðu verkefnisins.

Nánar er sagt frá verkefninu á vefsíðunni okkar og einnig eru myndir í  myndasafni skólans

Til baka
English
Hafðu samband