Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Desember hjá 4. bekk

19.12.2012
Desember hjá 4. bekk

Nemendur í fjórða bekk hafa verið á faraldsfæti undanfarna daga. Á föstudaginn var farið á hönnunarsafnið í Garðabæ þar sem að Árdís tók afar vel á móti nemendum.  Hún sagði þeim meðal annars frá því hvernig jólasveinarnir hafa þróast frá fyrri tímum til dagsins í dag. Síðan var boðið upp á að skoða safnið og föndra að því loknu.

Á þriðjudaginn var svo farið til  Reykjavíkur. Rölt var um miðborgina og síðan farið á kaffihús þar sem nemendur fengu heitt súkkulaði og væna sneið af súkkulaðiköku. Að því loknu var öndunum á tjörninni gefið brauð og farið í leik á ísilagði tjörninni en það fannst krökkunum vera hápunkturinn á annars frábærri ferð.

Þorgrímur Þráinsson rithöfundur kom svo í heimsókn í síðustu viku og las hann upp úr nýjustu bók sinni, "Krakkinn sem hvarf". Nemendur hlustuðu vel á Þorgrím og þótti fengur að því að geta spurt hann út í ýmislegt sem hann hefur fengist við um dagana. 

Myndir frá þessum atburðum eru í myndasafni skólans.

Til baka
English
Hafðu samband