Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

1. bekkur í Reykjavíkurferð

18.12.2012
1. bekkur í Reykjavíkurferð

Í morgun 18. desember fór 1. bekkur i Reykjavíkurferð með kennurum sínum og tóku þau strætisvagn fram og til baka sem var afar spennandi. Markmið ferðarinnar var að skoða jólaljósin í Reykjavík. Borgin er fallega skreytt núna með marglitum jólaljósum,  jólabjöllum og alls konar skrauti sem gleður augað og var margt fallegt að sjá. Ekki spillti fyrir að sjá nokkra jólasveina á sveimi. Síðan var sungið og dansað í kringum jólatréð á Ingólfstorgi. Hápunktur ferðarinnar var að fara á kaffihúsið hjá Ráðhúsi Reykjavíkur. Þar var boðið upp á súkkulaði með rjóma og piparkökur. Frábær kaffihúsastemming með frábærum krökkum. Sýning á piparkökuhúsum  sem unnu til verðlauna var í ráðhúsinu og var spennandi að skoða hana. En nemendurnir voru einmitt að baka piparkökur í síðustu viku og hægt er að skoða myndir bæði frá ferðinni og bakstrinum í myndasafni skólans.

Til baka
English
Hafðu samband